Þau eru falleg fjallavötnin upp af Mýrum í Borgarfirði og umhverfi þeirra víðast hvar heillandi. Þetta svæði er þessa dagana aðallega í fréttum vegna jarðhræringa sem mælst hafa töluverðar og flestar næst Grjótárvatni og hófust þar vorið 2021
Borgarfjörður Háleiksvatnið kögrað roðagylltum skýjum á haustdegi. Myndin tekin til suðurs. Hægra megin sést grilla í Grjótárvatnið fyrir neðan. Á þessum slóðum hafa jarðskjálftar verið tíðir.
Borgarfjörður Háleiksvatnið kögrað roðagylltum skýjum á haustdegi. Myndin tekin til suðurs. Hægra megin sést grilla í Grjótárvatnið fyrir neðan. Á þessum slóðum hafa jarðskjálftar verið tíðir. — Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson

Theodór Kr. Þórðarson

Borgarnesi

Þau eru falleg fjallavötnin upp af Mýrum í Borgarfirði og umhverfi þeirra víðast hvar heillandi. Þetta svæði er þessa dagana aðallega í fréttum vegna jarðhræringa sem mælst hafa töluverðar og flestar næst Grjótárvatni og hófust þar vorið 2021. Telst þetta svæði hluti af Ljósufjallakerfinu svonefnda.

Skammt norðan við Grjótárvatn, en mun ofar, er Háleiksvatn, stundum einnig nefnt Háleggsvatn. Það er í um 539 metra hæð yfir sjávarmáli og úr

...