Stríð, ritskoðun og kúgun eru þrjú tæki sem ríkisstjórn Rússlands notar til að byggja upp nýtt ríki – þar sem réttindi ríkisins eru metin hærra en réttindi einstaklingsins. Þetta er hernaðarríki, þar sem dauði í þágu móðurlandsins er mikilvægari en lífið.
Lögregla ber mótmælanda gegn stríðinu í Úkraínu í burtu í miðborg Moskvu. Mótmælin voru 25. febrúar 2022, daginn eftir innrás Rússa.
Lögregla ber mótmælanda gegn stríðinu í Úkraínu í burtu í miðborg Moskvu. Mótmælin voru 25. febrúar 2022, daginn eftir innrás Rússa. — The New York Times/Sergey Ponomarev

Dmitrí Múratov

er rússneskur blaðamaður og stofnandi fjölmiðilsins Novaja Gaseta. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021.

Ég upplifði mikla ánægjustund fyrr á þessu ári þegar Evan Gershkovich sneri aftur til foreldra sinna og Lilía Tsjanisjeva til eiginmanns síns, þegar Vladimír Kara-Múrtsa leit dagsins ljós eftir 11 mánuði í einangrun og Ilía Jasjín og Sasja Skotsjílenkó endurheimtu frelsið. En ég óttast um þá pólitísku fanga sem sitja enn í rússneskum fangelsum. Mun einhver standa vörð um hagsmuni þeirra ef engir Bandaríkjamenn, Þjóðverjar eða Bretar eru í röðum þeirra?

Í seinni heimsstyrjöldinni var nauðsynlegt að opna aðra víglínu til að vinna bug á fasisma. Í þeirri baráttu sem nú stendur yfir gegn vaxandi valdboðsstefnu hafa lýðræðisríki hingað til lagt höfuðáherslu á að gæta

...