Þeir sem eru að makka saman eða makka við e-n standa í ráðabruggi, semja leynilega. Mun vera gömul danska og þýddi m.a. að haga sér (kænlega)
Þeir sem eru að makka saman eða makka við e-n standa í ráðabruggi, semja leynilega. Mun vera gömul danska og þýddi m.a. að haga sér (kænlega). En svo er til að makka rétt og þýðir ýmist að taka skynsamlega eða rétta afstöðu – eða standa með e-m í e-u. „Ég hélt hann mundi svíkja mig í atkvæðagreiðslunni en hann makkaði rétt.“