Fasteignafélagið Þórkatla segir að æskilegt hefði verið að hugsa betur fyrir geymsluplássi á innbúi þeirra sem seldu eignir sínar í Grindavík til fasteignafélagsins. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu í gær. Yfirlýsingin var send út í kjölfar þess að Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Vísis, gagnrýndi Þórkötlu í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær.
Pétur sakaði stjórnendur fasteignafélagsins um að hafa tekið „rangar ákvarðanir“ og sett Grindvíkingum strangar kvaðir. Sagði hann að hundruð tonna úr búslóðum Grindvíkinga hefðu ratað á haugana, þar sem Grindvíkingar hefðu þurft að tæma hús sín.
Þórkatla ber fyrir sig að mikill þrýstingur hafi verið á félagið til að ganga sem fyrst frá kaupum á eignunum svo að Grindvíkingar gætu fest sér annað
...