Jón Magnússon, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður, ritar ágæta hugvekju til nýrrar ríkisstjórnar á blog.is: „Árið 1981 bjuggu 40% íbúa heimsins við sára fátækt. Efnahagsvöxtur og sigur markaðssamfélagsins (kapítalismans) yfir ríkisstýrðum áætlunarbúskap kommúnismans breytti þessu.
Nú 40 árum síðar eru 8% íbúa heimsins talin búa við sára fátækt. Við höfum því sannarlega gengið til góðs. Fólki var hjálpað til sjálfshjálpar. Spakmælin „sjálfs er höndin hollust“ og „sinna verka njóti hver“ gilda alltaf í mannlegu samfélagi.
Fyrir 60 árum fékk Lyndon B. Johnson sem síðar varð forseti Bandaríkjanna samþykktar tillögur sem nefndar voru stríð gegn fátækt, „war on poverty“. Framkvæmdin kostaði skattgreiðendur gríðarlegar fjárhæðir og hafði neikvæð áhrif á framleiðni í landinu, en
...