Kanada hefur orð á sér fyrir að vera það land, sem er eina opnast fyrir innflytjendum, en í september var í fyrsta skipti byrjað að takmarka aðgengi fólks í leit að tímabundinni vinnu. Ríkisstjórn Justins Trudeaus forsætisráðherra var að bregðast…

Kanada hefur orð á sér fyrir að vera það land, sem er eina opnast fyrir innflytjendum, en í september var í fyrsta skipti byrjað að takmarka aðgengi fólks í leit að tímabundinni vinnu. Ríkisstjórn Justins Trudeaus forsætisráðherra var að bregðast við því að vinnumarkaðurinn hefur ekki vaxið í takt við hraða fjölgun íbúa í landinu auk þess sem álagið hefur verið mikið á félagslega kerfið og í húsnæðismálum allt frá því að ríkisstjórnin ákvað að opna fyrir straum förufólks í því skyni að fjölga fólki á vinnumarkaði árið 2022.