Árið sem er að líða hefur verið þeim fyrirtækjum þungt í skauti sem kjósa að breyta rétt. Eitt er að henda reiður á erfiðri fjármálastöðu heimsbyggðarinnar – ofan á það hafa heilu vörumerkin fengið það óþvegið frá hópum aðgerðasinna varðandi…
Konur uppskera lífræna bómull á býli í Kasrawad á Indlandi árið 2021.
Konur uppskera lífræna bómull á býli í Kasrawad á Indlandi árið 2021. — The New York Times/Saumya Khandelwal

Ryan Gellert

er stjórnarformaður Patagoniu.

Árið sem er að líða hefur verið þeim fyrirtækjum þungt í skauti sem kjósa að breyta rétt. Eitt er að henda reiður á erfiðri fjármálastöðu heimsbyggðarinnar – ofan á það hafa heilu vörumerkin fengið það óþvegið frá hópum aðgerðasinna varðandi allt frá loftslagsmálum upp í stuðning við pride-hátíðir og að hvetja kjósendur til að nýta atkvæðisrétt sinn.

Talið frá árinu 2023 hafa rúmlega hundrað lagafrumvörp gegn grundvallaratriðum umhverfis, samfélags og stjórnunar verið lögð fyrir Bandaríkjaþing og þing einstakra ríkja á meðan hægrimenn og aðgerðasinnar neyða ábyrg fyrirtæki áfram inn í menningarstríð með því að úthrópa þau sem „árvökul“ [e. woke].

Fresturinn er runninn út

...