Reid Hoffman Það er siðferðisleg skylda okkar að þróa gervigreind áfram
Þegar gervigreind ruddist fram á sviðið með ChatGPT hófst vitsmunaleg iðnbylting. Gervigreind virðist ætla að skila stafrænni umbyltingu sem er sambærileg við fyrri áþreifanlegar framfarir í flutningum, flæðisstjórnun og framleiðslu. Árið 2025 og og næstu ár munum við byrja að finna fyrir hversdagslegum áhrifum þess hvernig gervigreindin magnar vitsmunagetu okkar mannanna.
Sum forrit, eins og sérsniðnir gervigreindarlæknar eða leiðbeinendur sem nálgast má allan sólarhringinn með snjallsíma, eru augljós dæmi um hvernig gervigreind mætir alþjóðlegri þörf með núverandi getu sinni. En jafn djúpstæð tækni og gervigreind er mun einnig leiða til stórkostlegra nýjunga sem koma á óvart og munu aðeins virðast augljósar í baksýnisspeglinum.
Ég trúi á frumkvöðlaanda
...