Desember Tugþúsundir mótmælenda, sem sækjast eftir sterkara sambandi við lönd í vestri, flykktust út á götur lýðveldisins Georgíu nokkur kvöld í röð til að mótmæla áformum stjórnvalda um að fresta því að ganga í Evrópusambandið þangað til 2028. Lögregla beitti táragasi, flugeldum og vatnsbyssum til að hafa hemil á mótmælendum en innanríkisráðherra Georgíu sagði aðgerðir þeirra hafa þróast yfir í ofbeldi.