Viet Thanh Nguyen
er höfundur skáldsögunnar The Sympathizer, sem hann hlaut fyrir Pulitzer-verðlaunin, og framhald hennar, The Committed, auk annarra bóka. Hann er prófessor í ensku, ameríkufræðum, mannfræði og samanburðarbókmenntum við Háskóla Suður-Kaliforníu.
„Fjöldabrottflutning núna.“ Þetta kjörorð stóð á mörgum skiltum sem veifað var á kosningafundi í sumar fyrir Donald Trump, sem þá var forsetaframbjóðandi og nú bíður þess að taka embætti. Ekki löngu síðar brutust út fjöldaóeirðir gegn innflytjendum um allt Bretland og hvítur múgur af jaðri hægri vængjarins fór hamförum í borgum um allt land. Kveikjan var morð á börnum, sem fólkið taldi að múslimskur innflytjandi hefði framið (hinn meinti árásarmaður var fæddur á Bretlandi og alinn upp í kristni). Förumenn og flóttamenn eru neyðarástand fyrir þá, sem líður eins og umsátur sé
...