Allt í einu breytist leitin að sannleikanum í íkveikjur á 5G-sendum eða tilraunir til að bjarga börnum í gíslingu á pítsastöðum.
Andstæðingar bólusetninga mótmæla fyrir utan þing Arizona í Phoenix árið 2021. Þeir hafa farið mikinn á netinu undanfarinn áratug.
Andstæðingar bólusetninga mótmæla fyrir utan þing Arizona í Phoenix árið 2021. Þeir hafa farið mikinn á netinu undanfarinn áratug. — The New York Times/Adriana Zehbrauskas

Eliot Higgins

er verðlaunablaðamaður og stofnandi Bellingcat, vefsíðu þar sem er stunduð rannsóknarblaðamennska með áherslu á opnar heilmildir og upplýsingar.

Frá því að Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna 2016 hafa stefnumótendur, hugveitur, fjölmiðlar og hinar ýmsu stofnanir verið að bregðast við uppgangi upplýsingausla um allan heim.

Iðulega er litið á upplýsingausla til marks um erlenda íhlutun; aðila á vegum ríkja eða kostaða af ríkum, sem reyna að hafa áhrif á gang stjórnmála í heiminum. Rússar voru til dæmis sakaðir um að reyna að grafa undan kosningaherferð Emmanuels Macrons í forsetakosningunum í Frakklandi árið 2017 og það virðist líklegt að reikningar á félagsmiðlum á vegum Rússa hafi verið notaðir til að snúa almenningsálitinu á sveif með því að ganga úr Evrópusambandinu

...