Íslendingaliðið Kolstad varð bikarmeistari í norska handboltanum þriðja árið í röð er liðið sigraði Elverum, 28:27, í æsispennandi bikarúrslitaleik í Unity-höllinni í Bærum í gær. Staðan í hálfleik var 19:14, Kolstad í vil, en Elverum neitaði að…
Bestur Sigvaldi Björn var valinn besti leikmaður bikarúrslitanna í leikslok. Hann var markahæstur hjá Kolstad með sjö mörk úr sjö skotum.
Bestur Sigvaldi Björn var valinn besti leikmaður bikarúrslitanna í leikslok. Hann var markahæstur hjá Kolstad með sjö mörk úr sjö skotum. — Ljósmynd/Kolstad

Íslendingaliðið Kolstad varð bikarmeistari í norska handboltanum þriðja árið í röð er liðið sigraði Elverum, 28:27, í æsispennandi bikarúrslitaleik í Unity-höllinni í Bærum í gær.

Staðan í hálfleik var 19:14, Kolstad í vil, en Elverum neitaði að gefast upp og komst yfir rúmri mínútu fyrir leikslok, 27:26.

Sigvaldi Björn Guðjónsson jafnaði í 27:27 og norski landsliðsmaðurinn Sander Sagosen skoraði sigurmark Kolstad 18 sekúndum fyrir leikslok.

Sigvaldi Björn var markahæstur í liði Kolstad með sjö mörk úr sjö skotum. Hann var valinn maður leiksins í leikslok. Arnór Snær Óskarsson gerði tvö mörk og bróðir hans Benedikt Gunnar Óskarsson eitt. Sveinn Jóhannsson komst ekki á blað.

Kolstad hefur

...