Flokkur fólksins hefur ákveðið að feta sömu braut og VG gerði árið 2009

Ríkisstjórnin hefur gert það að einu af sínum helstu stefnumálum að láta þjóðina greiða atkvæði „um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu“, eins og það er orðað, og skuli kosningin fara fram eigi síðar en árið 2027. Þessi stefnuyfirlýsing felur í sér önnur af mestu svikum við kjósendur í þessum efnum. Hin voru þegar Vinstri-grænir ákváðu að loknum kosningum árið 2009 að fara með Samfylkingunni í sams konar ferðalag og Flokkur fólksins hyggst nú gera með Samfylkingu og Viðreisn.

Fyrir kosningarnar 2009 hafði formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, talað skýrt um andstöðu flokks síns við aðild að ESB og lofað öllu fögru í þeim efnum svo kjósendur grunaði ekki hvað í vændum var. Sá flokkur missti helming fylgis síns í næstu kosningum og er nú horfinn af þingi.

Flokkur fólksins hefur ekki verið síður skýr um andstöðuna við aðild að ESB og það sem meira er; þingmenn flokksins, með formanninn fremstan á blaði, hafa ítrekað lagt fram tillögur

...