Drjúgur Garðar Ingi Sindrason átti gott mót fyrir Ísland í Þýskalandi.
Drjúgur Garðar Ingi Sindrason átti gott mót fyrir Ísland í Þýskalandi. — Morgunblaðið/Arnþór

Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta mátti þola tap gegn Þýskalandi, 31:27, í úrslitaleik á alþjóðlegu móti í Merzig í Þýskalandi í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var jöfn, 12:12, en þýska liðið reyndist sterkara í seinni hálfleik og sigldi sigri í höfn. Íslenska liðið hafnaði einnig í öðru sæti mótsins fyrir ári.

Ágúst Guðmundsson, Garðar Ingi Sindrason og Stefán Magni Hjartarson voru jafnir og markahæstir í íslenska liðinu með fjögur mörk hver. Baldur Fritz Bjarnason og Elís Þór Aðalsteinsson skoruðu þrjú hvor.

Ísland tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með því að sigra Serbíu fyrr í gær, 28:27. Serbía var með þriggja marka forskot í hálfleik, 16:13, en íslenska liðið neitaði að gefast upp og vann eins marks sigur eftir mikla spennu. Garðar Ingi var stórkostlegur og skoraði 11 mörk fyrir Ísland.

...