Enn vill brenna við að lunga sé ruglað saman við lunga! Það er að segja hvorugkynsorðinu við karlkynsorðið. Bæði hægra og vinstra lungað í okkur er hvorugkyns og nóg um það

Enn vill brenna við að lunga sé ruglað saman við lunga! Það er að segja hvorugkynsorðinu við karlkynsorðið. Bæði hægra og vinstra lungað í okkur er hvorugkyns og nóg um það. Karlkynsorðið lungi þýðir svo kjarni eða meginhluti. „Vísindamenn segja lungann úr þjóðinni vera af norskum ættum, keltar eigi afganginn.“