Að vanda verða áramótabrennur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á gamlárskvöld þar sem liðið ár verður kvatt. Í vesturborginni verða brennur á Ægisíðu, Laugarásvegi, Skerjafirði og í Suðurhlíðum. Í austurborginni verða brennur við Rauðavatn,…
Að vanda verða áramótabrennur víðs vegar um höfuðborgarsvæðið á gamlárskvöld þar sem liðið ár verður kvatt. Í vesturborginni verða brennur á Ægisíðu, Laugarásvegi, Skerjafirði og í Suðurhlíðum.
Í austurborginni verða brennur við Rauðavatn, Lambhagaveg og Stekkjarbakka auk þess sem stórar brennur verða í Gufunesi og á Geirsnefi. Í Mosfellsbæ verður síðan brenna við Leirvog. Yfirlit má sjá á kortinu hér til hliðar.