Enski landsliðsmaðurinn Bukayo Saka er búinn í aðgerð á læri og verður frá í meira en tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 5:1-sigri Arsenal gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi. „Allt fór vel en því miður verður hann frá í margar, margar vikur. Ég held að þetta verði meira en tveir mánuðir,“ sagði knattspyrnustjóri Arsenal Mikel Arteta á blaðamannafundi.
Enski landsliðsmaðurinn Trent Alexander-Arnold hefur sagt Liverpool að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út næsta sumar. Spænski fjölmiðillinn Marca greinir frá þessu. Alexander-Arnold, sem er 26 ára, hefur lengi verið orðaður við spænska stórveldið Real Madrid og virðist hann vera á leið þangað. Alexander-Arnold hóf meistaraflokksferil sinn með Liverpool árið 2016 og hefur leikið með félaginu síðan þá.
...