Liverpool er með átta stiga forskot á toppi hinnar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir stórsigur á West Ham, 5:0, í Lundúnum í gær. Mohamed Salah fór enn einu sinni á kostum í liði Liverpool en hann skoraði mark og lagði upp tvö
Lundúnir Mohamed Salah fagnar ásamt Diogo Jota en báðir tveir skoruðu í 5:0-sigri Liverpool-liðsins á West Ham í ensku deildinni í gærkvöldi.
Lundúnir Mohamed Salah fagnar ásamt Diogo Jota en báðir tveir skoruðu í 5:0-sigri Liverpool-liðsins á West Ham í ensku deildinni í gærkvöldi. — AFP/Adrian Dennis

Enski boltinn

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Liverpool er með átta stiga forskot á toppi hinnar ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir stórsigur á West Ham, 5:0, í Lundúnum í gær. Mohamed Salah fór enn einu sinni á kostum í liði Liverpool en hann skoraði mark og lagði upp tvö. Hann er því kominn með 17 mörk og 13 stoðsendingar í deildinni. Hin mörk Liverpool skoruðu Luis Díaz, Cody Gakpo, Trent Alexander-Arnold og Diogo Jota.

Liverpool lýkur því árinu og fyrri helmingi tímabilsins með 45 stig eftir 18 leiki. Liverpool hefur unnið 14 leiki, gert þrjú jafntefli og tapað aðeins einum leik í deildinni undir nýja stjóranum Arne Slot. Þá hefur liðið skorað 45 mörk og fengið á sig 17.

Forest spútnikliðið

...