Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Íbúar Suður-Kóreu eru í áfalli eftir eitt mannskæðasta flugslys í sögu landsins og hafa stjórnvöld lýst yfir sjö daga þjóðarsorg í landinu. 179 létust eftir að þota Jeju Air af gerðinni Boeing 737-800 brotlenti á alþjóðaflugvellinum í Muan í Suður-Kóreu klukkan níu á sunnudagsmorgun að staðartíma, en vélin var að koma frá Bangkok í Taílandi. Við brotlendinguna kom upp eldur í allri vélinni þegar hún rann út af flugbrautinni og á vegg. Alls voru 181 um borð en aðeins tókst að bjarga tveimur úr áhöfninni. Stjórnvöldum í Suður-Kóreu barst fjöldi samúðaróska alls staðar að af heimsbyggðinni í gær.
Bandaríska samgönguöryggisráðið (NTSB) mun leiða hóp rannsakenda frá Boeing og alríkisflugmálayfirvöldum (FAA) ásamt embættismönnum frá Suður-Kóreu við rannsókn slyssins. Bæði fluggagnaritari
...