30 ára Hallur ólst upp í Seljahverfinu, býr í Kópavogi en er að byggja sér hús í Mosfellsbæ. Hann er sjálfstætt starfandi húsasmíðameistari. Áhugamálin eru fjölskyldan, vinnan og fótbolti en Hallur heldur með Liverpool.
Fjölskylda Maki Halls er Bjarndís Rúna Sigurðardóttir, f. 1994, verkefnastjóri á Hrafnistu. Börn þeirra eru Júlían Örbekk, f. 2021, og Heba Örbekk, f. 2024. Foreldrar Halls eru Birgir Kristjánsson, f. 1966, húsasmiður, og Birna Tafjord, f. 1967, hárgreiðslukona, búsett á æskuheimili Halls.