Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og ekki til siðs að bera góðgæti á borð, enda átti að vera sem mestur munur á jólakræsingunum og föstumatnum. Þess vegna komst á sá siður að borða lélegt fiskmeti á þessum degi

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Í kaþólskum sið var fasta fyrir jólin og ekki til siðs að bera góðgæti á borð, enda átti að vera sem mestur munur á jólakræsingunum og föstumatnum. Þess vegna komst á sá siður að borða lélegt fiskmeti á þessum degi. Til marks um það er þessi vísa:

Á Þorláksdag í matinn minn

morkinn fékk ég hákarlinn

harðan fiskinn hálfbarinn

og hákarlsgrútarbræðinginn.

Skatan veiddist einkum á Vestfjarðamiðum og þótti enginn herramannsmatur, eins og lesa má í úttekt Árna Björnssonar á Vísindavefnum. „Í aldanna rás tókst Vestfirðingum á hinn bóginn að tilreiða úr skötunni mikið ljúfmeti eins og skötustöppuna, og mörgum þótti það óbrigðult merki þess að

...