Skjálftahrina hófst við Eldey klukkan fjögur í fyrrinótt vestur af Reykjanestá og stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun á tólfta tímanum í gærkvöldi. Yfir 140 skjálftar höfðu mælst á svæðinu á ellefta tímanum í gærkvöldi en virknin virtist þó vera að minnka.

Í hrinunni mældust tveir skjálftar yfir þremur að stærð, annar 3,2 en hinn 3,6, báðir um 12 kílómetrum vestan við Reykjanesvita. Skjálftahrinur eru algengar á svæðinu þar sem það er á flekaskilum á Reykjaneshrygg og því líklegast að flekahreyfingar valdi skjálftunum.

„Hún [hrinan] er hvorki óeðlileg að lengd né stærð,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni í samtali við mbl.is. „Hún er bara dálítið hefðbundin sem skjálftahrina.“

Vísindamenn á Veðurstofunni eru þó oft í vandræðum með að

...