„Þetta er mjög gaman og ég vil þakka afa fyrir að hafa treyst mér í þetta verkefni. Frábært að sjá lokaverkefnið sitt verða að einhverju raunverulegu. Einhverju sem hefur gildi og lifir,“ segir Katrín Hersisdóttir um aðkomu sína að bók…
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjum
„Þetta er mjög gaman og ég vil þakka afa fyrir að hafa treyst mér í þetta verkefni. Frábært að sjá lokaverkefnið sitt verða að einhverju raunverulegu. Einhverju sem hefur gildi og lifir,“ segir Katrín Hersisdóttir um aðkomu sína að bók afa síns, Fyrir afa – nokkrar smásögur.
„Þegar ég las sögurnar var ég heilluð af drunganum í þeim. Lífinu eftir dauðann og draugum sem koma við sögu en samt á léttan hátt. Þessu vildi ég halda í myndlýsingunum með ljósum og léttum litum en líka drungalegum. Auðvitað eru það viss forréttindi að fá að vinna með afa sínum að svona verki. Samstarfið var rosalega skemmtilegt og dýrmætt.“