Í brennidepli
Hólmfríður María Ragnhildard.
hmr@mbl.is
Garðabær vinnur nú að því að afla upplýsinga um námsárangur allra grunnskólanema bæjarins til að fá heildaryfirsýn yfir stöðu grunnskólanna og námsframvindu árganga. Þegar niðurstöður liggja fyrir verður tekið til skoðunar hvort innleiða eigi samræmd mælitæki fyrir grunnskóla svo bærinn geti fylgst betur árangri barna í námi.
Þetta segir Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar í samtali við mbl.is.
Hann tekur fram að skólastjórnendur hafi góða yfirsýn yfir það starf sem fari fram í skólunum en engu að síður sé mikilvægt að bæjarbúar og bæjarfulltrúar séu upplýstir um stöðu mála.
„Við
...