Heiða Björg Hilmisdóttir
Tíminn flýtur alltaf áfram og nú líður að því að árið 2024 renni sitt skeið. Það hefur, líkt og mörg önnur undanfarin ár, verið tíðindaríkt hjá sveitarfélögum landsins og fjölmargar áskoranir sem við höfum glímt við á ýmsum vígstöðvum. Jarðhræringar héldu áfram á Reykjanesi á árinu og höfðu mikil áhrif á Grindavík og íbúa þar. Við hjá sambandinu höfum eftir fremsta megni stutt við sveitarstjórn Grindavíkur í þeim verkefnum sem hún glímir við, og þessi staða minnir okkur á hversu mikilvæg sterk sveitarfélög eru samfélaginu okkar. Það hefur verið magnað að fylgjast með viðbrögðum samfélagsins í Grindavík og samheldni í þessu stóra verkefni.
Mikið fjárfest og stutt við íbúðauppbyggingu
Mörg sveitarfélög hafa verið í örum vexti undanfarin ár og það er sannarlega áskorun að vaxa hratt í hárri verðbólgu
...