Fréttaskýring
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Á þessum tíma árs hafa viðskiptadagblöð og -tímarit það fyrir sið að reyna að sjá fyrir hvað nýtt ár mun bera í skauti sér. Vitaskuld þarf að taka slíkum spám með fyrirvara en greinendur eru þó allir sammála um að árið 2025 muni að verulegu leyti snúast um Donald Trump.
Trump verður svarinn í embætti hinn 20. janúar og ljóst að stefnumál hans munu hafa mikil áhrif á hagkerfi bæði Bandaríkjanna og heimsins alls. Í umfjöllun sinni um komandi ár minnir Economist á að Trump hafi raðað í kringum sig fólki sem er óhrætt við að hrista upp í hlutunum og er einnig reiðubúið að ganga til verks af miklum krafti.
Í kosningabaráttunni lofaði Trump að koma á friði í Úkraínu á fyrsta degi en
...