Gísli Örn Lárusson, athafnamaður og frumkvöðull, lést í faðmi dætra sinna 27. desember sl. á hjúkrunarheimilinu Grund. Gísli Örn fæddist 5. mars 1948 í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Bjarnason, sem starfaði í sjávarútvegi, og Astrid Ellingsen prjónahönnuður. Gísli Örn ólst upp með þremur systrum sínum, þar af einni alsystur, en hann átti einnig fjögur önnur systkini samfeðra. Hann ólst upp í Vesturbænum og gekk í Melaskóla og Hagaskóla og fór síðan utan í nám.

Að loknu verslunarskólanámi í Bodö í Noregi hóf Gísli nám í vátryggingarfræðum í London þar sem hann starfaði síðan hjá vátryggingarfyrirtækjum um tveggja ára bil áður en hann kom heim. Hann var ráðinn til Almennra tyrgginga og varð deildarstjóri endurtrygginga hjá félaginu aðeins 23 ára gamall. Árið 1974 stofnaði Gísli Reykvíska endurtryggingu ásamt Almennum tryggingum og varð forstjóri þess félags aðeins 26 ára gamall. Hann tók síðan

...