Með núverandi tillögum gína skýjakljúfarnir yfir öllu nágrenninu með ígildi „risaveggjar“ sem eyðileggur útsýni.
Gísli Vilhjálmsson
Gísli Vilhjálmsson

Gísli Vilhjálmsson

Þeir sem hafa fylgst með fréttum nýjasta afkvæmis þéttingarstefnu borgarmeirihlutans í Reykjavík í Álfabakka 2 í Breiðholti eru hneykslaðir á getuleysi borgarfulltrúa Reykjavíkur. Enn á ný er því ljóstrað upp að gengið er freklega á sjálfsagðan rétt þeirra sem búa í íbúðahverfum með því að troða upp á íbúana risavöxnum fjölbýlishúsum eða atvinnustarfsemi sem þrengir að þeim sem fyrir eru með skertu útsýni, skuggavarpi, ónæði og aukningu umferðar.

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eru þó ekki einu sökudólgarnir á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að Garðabær hafi mikið af lausu byggingarsvæði fyrir atvinnustarfsemi utan íbúðasvæða er verið að skipuleggja mikla atvinnustarfsemi í miðju íbúðahverfi, svokölluðu Arnarlandi, sem er í miðri lágreistri íbúðabyggð milli Akrahverfis og Arnarness í Garðabæ auk nágranna í Kópavogi. Þar áætlar

...