Tónleikar sem bera yfirskriftina Hátíðarhljómar við áramót verða haldnir á morgun í Hallgrímskirkju klukkan 16. Segir í tilkynningu að þar verði gamla árið kvatt og tekið vel á móti því nýja. „Hátíðarhljómar við áramót á gamlársdag hafa um árabil…

Tónleikar sem bera yfirskriftina Hátíðarhljómar við áramót verða haldnir á morgun í Hallgrímskirkju klukkan 16. Segir í tilkynningu að þar verði gamla árið kvatt og tekið vel á móti því nýja. „Hátíðarhljómar við áramót á gamlársdag hafa um árabil notið mikilla vinsælda í tónlistarlífi Hallgrímskirkju. Í ár gefst tónleikagestum kostur á að njóta hátíðlegra tóna með Birni Steinari Sólbergssyni og North Atlantic Brass Quintet í ljósaskiptunum á síðasta degi ársins.“