Ríflega fjögur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í gær enda var óvænt logn og blíða gærdagsins tilvalið veður til skíðaferðar. „Þetta var geggjaður dagur,“ sagði Einar Bjarnason rekstrarstjóri skíðasvæðisins í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að gærdagurinn hefði verið sá aðsóknarmesti í vetur.
Þrátt fyrir mikið sólarveður var þó afar kalt, allt að 11 gráða frost, en skíðafólkið var flest vel klætt að sögn rekstrarstjórans. Forstöðumenn skíðasvæðisins bjuggust ekki við mikilli aðsókn, og ekki við slíku veðri heldur. Um morguninn var
...