Enski fiðluleikarinn Rachel Podger kom fram á fyrstu Early Music-hátíðinni sem haldin var í Norðurljósasal Hörpu, þá á tónleikum sem haldnir voru 26. mars 2024 og báru yfirskriftina La Stravaganza. Með henni lék pólska upprunasveitin Arte dei…

Enski fiðluleikarinn Rachel Podger kom fram á fyrstu Early Music-hátíðinni sem haldin var í Norðurljósasal Hörpu, þá á tónleikum sem haldnir voru 26. mars 2024 og báru yfirskriftina La Stravaganza. Með henni lék pólska upprunasveitin Arte dei Suonatori og ég hélt vart vatni yfir flutningnum, einkum á „Vetrinum“ úr Árstíðunum fjórum eftir Antonio Vivaldi, enda „hefði ég gefið flutningnum á „Vetrinum“ sex stjörnur, væri ég ekki bundinn þeim takmörkunum að geta aðeins farið upp í fimm“.

Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan kom í annað skipti fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, nú hinn 5. apríl 2024. Á efnisskránni voru verk eftir Richard Strauss og Francis Poulenc. Það var einmitt óperan Mannsröddin eftir síðarnefnda tónskáldið sem sló í gegn hjá áheyrendum og voru þeir gagnteknir af flutningnum, „enda hef ég aldrei heyrt

...