Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Ég er ánægð með að fá þessa umfjöllun um málefni tónlistar í Landsbókasafni,“ segir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, en í laugardagsblaði Morgunblaðsins var rætt við Bjarka Sveinbjörnsson tónlistarfræðing um áhyggjur hans af tónlistararfi Íslendinga þegar enginn sérfræðingur í tónlist starfar lengur á safninu.
„Við höfum bent á þetta og að það þurfi að skoða fjárhag safnsins almennt. Við erum með stór verkefni varðandi söfnun og varðveislu á útgefinni íslenskri tónlist. Síðustu fjögur ár er búið að endurskipuleggja umgjörð tónlistargeirans en ekki okkar hluta. Vegna niðurskurðar höfum við ekki haft bolmagn til að ráða aftur í stöðu tónlistarfræðings eftir að Bjarki og Jón Hrólfur Sigurjónsson hættu vegna aldurs fyrir rúmu ári, þótt
...