1. Rf3 d5 2. e3 Rf6 3. c4 e6 4. b3 Be7 5. Bb2 0-0 6. Rc3 b6 7. g3 Bb7 8. cxd5 exd5 9. Bg2 He8 10. 0-0 Rbd7 11. Hc1 c6 12. Re2 Rc5 13. d4 Rce4 14. Re5 Hc8 15. Rf4 Bf8 16. De2 Rd7 17. Bh3 Ref6 18. Rh5 Hc7 19. Rxf6+ Rxf6 20. Hc2 Bd6 21. Hfc1 Bxe5 22. dxe5 Rd7 23. f4 c5 24. Hd1 Rf8 25. Hcd2 Re6 26. Bg2 Hd7 27. f5 Rc7 28. Dg4 De7
Staðan kom upp á Friðriksmóti Landsbankans – Íslandsmótinu í hraðskák sem fór fram fyrir skömmu í höfuðstöðvum bankans í Reykjarstræti í Reykjavík. Sigurvegari mótsins, Helgi Áss Grétarsson (2.380), hafði hvítt gegn Bárði Erni Birkissyni (2.188). 29. f6! Df8 30. Dxd7 og svartur gafst upp. Heimsmeistaramótinu í atskák lauk í fyrradag í New York í Bandaríkjunum. Í dag hefst heimsmeistaramótið í hraðskák á sama stað. Einn íslenskur keppandi tekur þátt í mótinu, sjá nánar á skak.is.