Knattspyrnumaðurinn Árni Salvar Heimisson er genginn í raðir Grindavíkur að láni frá ÍA. Árni, sem er 21 árs, er uppalinn hjá ÍA og hefur leikið 28 leiki með liðinu í efstu deild. Þá hefur hann einnig leikið 12 leiki með Skagamönnum í 1. deild og skorað í þeim eitt mark. Árið 2021 lék hann tólf leiki með Kára í 2. deild og skoraði tvö mörk. Grindavík leikur í 1. deild á komandi tímabili en liðið endaði í níunda sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.