Knattspyrnumaðurinn ungi Logi Hrafn Róbertsson gerði samning við króatíska félagið NK Istra 1961 á Þorláksmessu. Logi kemur til Istra frá uppeldisfélagi sínu FH, þar sem hann hefur leikið allan ferilinn til þessa
Tilbúinn FH-ingurinn Logi Hrafn er tilbúinn í nýja og öðruvísi áskorun með króatíska liðinu Istra.
Tilbúinn FH-ingurinn Logi Hrafn er tilbúinn í nýja og öðruvísi áskorun með króatíska liðinu Istra. — Morgunblaðið/Eyþór

Króatía

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn ungi Logi Hrafn Róbertsson gerði samning við króatíska félagið NK Istra 1961 á Þorláksmessu. Logi kemur til Istra frá uppeldisfélagi sínu FH, þar sem hann hefur leikið allan ferilinn til þessa. Samningur Loga við króatíska félagið gildir til sumarsins 2028.

Logi var samningslaus og var honum því frjálst að semja við Istra, sem leikur í efstu deild Króatíu. Félagið þurfti þó að greiða FH uppeldisbætur vegna ungs aldurs Loga en hann er tvítugur.

Króatíska deildin er í fríi til 25. janúar en Istra lék síðast deildarleik 20. desember. FH-ingurinn heldur út 2. janúar.

„Þetta kom fyrst upp í sumar á miðju tímabili

...