Ólafur Hannesson
Við fermingu fékk ég eins og svo margir aðrir aura frá ömmu og afa að gjöf. Þessir aurar voru lagðir inn á verðtryggðan bankareikning hjá forvera Arion banka. Ég ákvað að snerta ekki við þessum pening og leyfa honum að ávaxtast á reikningnum. Afi var séður með peninga og hann hefði haft gaman af því að vita af peningnum inni á reikningi til öryggis. Græddur er geymdur eyrir eins og sagt er.
Reglulega fékk ég svo yfirlit frá bankanum og fylgdist með sparnaðinum með þeim hætti. Svo hætti bankinn að senda yfirlit og maður fór mjög slitrótt inn á heimabankann til að skoða innstæðuna, þar sem þetta var eini reikningurinn minn hjá þessum banka. Ég vissi af aurunum þarna inni og hugsaði til afa og ömmu vitandi af þessum reikningi.
En einn daginn þegar ég ætlaði að kíkja á reikninginn var hann
...