Sigurður Már Jónsson blaðamaður veltir því fyrir sér í pistli á mbl.is hvers konar borg við séum að fá með þéttingarstefnu meirihlutans í Reykjavík. Hann segir að í fyrstu hafi margir haft skilning á markmiðunum, en „þegar framkvæmd og útfærsla þéttingastefnunnar, undir stjórn Dags B. Eggertssonar, fór að birtast runnu tvær grímur á menn. Nú skiptist fólk á samfélagsmiðlum á að birta hálfgerðar hryllingsmyndir af því hve stutt er á milli fjölbýlishúsa á nýjum þéttingarreitum í borginni.
Dæmi um þetta má finna nánast á öllum nýrri byggingasvæðum, svo sem við Kirkjusand, Vogabyggð, við JL-húsið, á Orkureitnum, Heklureitnum og kannski ekki síst á Valssvæðinu þar sem fólk kaupir hús með svölum sem sólin skín ekki á.“
Sigurður Már segir vaxandi efasemdir um þéttingarstefnuna, nú „síðast vegna furðulegs máls í Suður-Mjódd
...