Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnardóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, skoraði tvö mörk fyrir Al-Qadisiya er liðið gerði jafntefli við Al-Ahli á útivelli í efstu deild Sádi-Arabíu á laugardag. Lokatölur urðu 3:3 og jafnaði Sara leikinn í tvígang, fyrst í 2:2 og síðan í 3:3. Seinna markið hennar kom á þriðju mínútu uppbótartímans með glæsilegum skalla. Al-Qadisiya er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu umferðir.