— Colourbox

Þegar hinn átta ára Zayin Berry sá nokkra krakka pína kettling á dögunum ákvað hann að grípa inn í. Í stað þess að beita ofbeldi bauð hann hjólabretti sitt í skiptum fyrir loforð um að kettlingurinn, sem hann nefndi Peaches, fengi að vera í friði. Peaches reyndist þurfa bráða læknisaðstoð vegna sýkingar í auganu, en eftir vel heppnaða aðgerð er hann nú á batavegi.

Fórnfýsi og samkennd Zayins vakti athygli fréttamiðla vestanhafs og hefur drengurinn verið hylltur sem hetja.

Nánar um málið í jákvæðum fréttum á K100.is.