Sæbjörg
Ingigerður
Richardsdóttir (Didda) fæddist á Akureyri 3. ágúst 1962. Hún lést á líknardeild Landspítalans 8. desember 2024.

Sæbjörg var dóttir hjónanna Richards Þórólfssonar, f. 1919, og Aldísar Lárusdóttur, f. 1930. Systir Sæbjargar er Anna María, f. 1959, eiginmaður Wolfgang Frosti Sahr, f. 1958.

Eiginmaður Sæbjargar er Ólafur Magnússon, f. 1962, og synir þeirra eru Magnús Addi, f. 1988, eiginkona Laura-Ann Murphy, f. 1991, og Richard Helgi, f. 1995.

Sæbjörg ólst upp á Akureyri. Á æsku- og unglingsárum sínum þar tók hún virkan þátt í skátastarfi. Hún naut útivistar og ferðalaga, bæði með skátunum og fjölskyldu sinni. Hún útskrifaðist frá MA 1982. Nokkrum árum síðar flutti hún til Reykjavíkur ásamt Ólafi. Hún starfaði í Landsbankanum þar til hún hóf nám í þroskaþjálfun

...