Tvö Jason Daði skoraði tvö mörk fyrir Grimsby um hátíðarnar.
Tvö Jason Daði skoraði tvö mörk fyrir Grimsby um hátíðarnar. — Ljósmynd/Grimsby

Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Grimsby í öðrum leiknum í röð er hann gerði þriðja mark liðsins í 3:0-sigri á Port Vale í ensku D-deildinni í fótbolta í gær. Jason kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og gerði endanlega út um leikinn með marki í uppbótartíma. Jason Daði skoraði einnig gegn Harrogate á annan í jólum og hefur alls gert þrjú mörk í deildinni á leiktíðinni. Grimsby er í fimmta sæti með 37 stig eftir 23 leiki.