Árni Björgvinsson fæddist 10. mars 1930. Hann lést 18. desember 2024.

Árni var elstur fimm barna hjónanna Björgvins Bjarnasonar og Ingibjargar Árnadóttur. Hann sleit barnsskónum í Reykjavík, en þá bjuggu foreldrar hans á Skólavörðustígnum, og gekk í Miðbæjarskóla. Fjölskyldan fluttist síðar í Kópavoginn á upphafsárum byggðarlagsins og byggðu sér heimili við Hlíðarveginn.

Árni var lærður járnsmiður og starfaði um tíma hjá járnsmiðjunni Hamri, einnig stundaði hann sjómennsku um hríð, eða þar til að hann hóf störf hjá Vatnsveitu Kópavogs og fyrir bæjarfélagið sem verkstjóri allt þar til að hann lét af störfum vegna aldurs.

Hann kom að ýmsum fjölbreyttum verkefnum sem viðkomu bæjarfélaginu og þ.á m. að stofnun hestamannafélaganna „Gusts“ og „Spretts“ sem hann helgaði

...