Tryggvi Björn Stefánsson fæddist 30. desember 1949 í Reykjavík og bjó í Vogahverfinu. „Við áttum heima í íbúð sem var í fiskverkunarstöð föður míns, Stefáns Guðnasonar, sem saltaði og herti fisk til útflutnings og rak frystihús í Súðarvogi 1. Uppeldisstöðvarnar voru því í fiskverkuninni og frystihúsinu.
Ég var í sveit í Garði í Fnjóskadal sumrin 1958 og 1960 og kynntist þar fornri og núna horfinni vinnu og búsetu til sveita og sitja eftir miklar og gagnlegar minningar frá þeim tíma.“
Fyrstu þrjú árin var Tryggvi í barnaskóla í Langholtsskóla en frá 10 ára í Vogaskóla og lauk landsprófi þar 1965. Hann var í Menntaskólanum í Reykjavík 1965-1969 og lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild. „Árin 1968 og 1969 voru ár byltinga og umróts hjá ungu fólki sem hafði mikil áhrif alls staðar í Evrópu. Veran í MR einkenndist af
...