Magnús Carlsen virtist ekki með sjálfum sér á fyrsta degi heimsmeistamótsins í atskák sem hófst í New York sl. fimmtudag. Um svipað leyti í fyrra hafði hann orðið heimsmeistari í báðum keppnisgreinum; í atskákinni þar sem tímamörkin eru 15:5 og í hraðskákinni með tímamörkunum 3:2
Stund milli stríða Vel klæddur Magnús Carlsen undirbýr sig fyrir baráttuna í New York.
Stund milli stríða Vel klæddur Magnús Carlsen undirbýr sig fyrir baráttuna í New York.

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Magnús Carlsen virtist ekki með sjálfum sér á fyrsta degi heimsmeistamótsins í atskák sem hófst í New York sl. fimmtudag. Um svipað leyti í fyrra hafði hann orðið heimsmeistari í báðum keppnisgreinum; í atskákinni þar sem tímamörkin eru 15:5 og í hraðskákinni með tímamörkunum 3:2. Keppnisdagarnir fimm fram undan og NRK, norska sjónvarpsstöðin, var sem endranær mætt á vettvang til að sýna allar skákir Magnúsar frá báðum mótum í beinni útsendingu. En þarna í víðáttumiklum sölum glæsilegrar byggingar við 55 Wall Street, sem áður hýsti verðbréfamarkaðinn í New York og ýmsar aðrar fjármálstofnanir, var Magnús alls ekki að ná sér á strik. Yfirburðastöður sem hann hefði alla jafna klárað auðveldlega runnu honum úr greipum. Niðurstaða fyrsta dags 2½ vinningur af fimm mögulegum og titilvörn

...