Jón Sigurgeirsson
Nýkjörinn alþingismaður, Snorri Másson, heldur því fram í aðsendri grein að heimilt sé að beita hóp í viðkvæmri stöðu ofbeldi og þeir sem taka til varnar eigi ekki rétt á að fá styrki frá ríkinu. Hann heldur því fram að málfrelsi feli í sér rétt til ofbeldis. Samkvæmt því gæti ég sagt að Snorri væri vændissali og ég hefði rétt á að segja það án nokkurra sannana.
Nei, Snorri. Frelsið takmarkast við það að óheimilt er að ganga á rétt annarra til frelsis. Ég hef ekki heimild til að kalla þig ónefnum svo sem vændissala af því ég hef ekkert sem einu sinni gefur tilefni til þess, hvað þá heldur sannanir.
Einstaklingur með leg sem upplifir sig sem eitthvað annað en konu hefur rétt á að vera það meðan viðkomandi gengur ekki á rétt annarra. Það er kjarninn í vestrænum frelsishugmyndum. Frelsið
...