Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Fínu veðri er spáð um áramótin og fyrirtaksveðri til að bregða sér af bæ. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í samtali við Morgunblaðið. Það liggur fyrir að það verður kalt að sögn Einars, víða 5 til 10 stiga frost og jafnvel meira inn til landsins. Einnig verður bjart og sjá mun til tungls og stjarna um mestallt land. Einna helst verður eitthvað um él á Norðausturlandi, við ströndina frá Húsavík og austur á Vopnafjörð, en allt minniháttar, segir Einar.
Helsta óvissan er með vindinn. Hvort verði stafalogn eða einhver gola. Gera má ráð fyrir hægum vindi að mestu á landinu en að sums staðar nái að verða smágjóla. Á Suðausturlandi verði strekkingsvindur sem og með norðausturströndinni.
Suðvestanlands verður að líkindum hæg austanátt
...