Sæbjörg Ingigerður Richardsdóttir (Didda) fæddist 3. ágúst 1962. Hún lést 8. desember 2024. Útför hennar fór fram 30. desember 2024.
Vegna mistaka með undirskrift á grein Svövu sem birtist í Morgunblaðinu 30. desember er sú grein birt hér aftur. Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum.
Í dag kveðjum við Sæbjörgu eða Diddu eins og hún var kölluð af okkur samstarfsfólki. Didda var einstök persóna og gull af manni. Hún var allt í senn húmoristi, náttúruunnandi, fagurkeri, öðlingur, réttsýn, örlát og síðast en ekki síst eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir og frænka. Það er ekkert sem hún veigraði sér við að gera. Grilla nokkur lambalæri við fjallaskála, fara í sumarbústaði bankans á vorin að þrífa og dytta að, jólahlaðborð fjölskyldunnar þar sem Didda sá um allan undirbúning frá grunni, afmæli, Pálínuboð, alltaf var Didda tilbúin að leggja
...