Íslenska fyrirtækið International Carbon Registry (ICR), sem rekur alþjóðlegt vottunarkerfi og kolefnisskrá, skrifaði á dögunum undir samkomulag við Landgræðslustofnun Sádi-Arabíu um þróun og innleiðingu vottunarkerfis fyrir náttúrutengd verkefni
Loftslag Guðmundur Sigbergsson ásamt Eng. Malik Alharbi, aðstoðarframkvæmdastjóra stefnumótunar og samstarfs Landgræðslustofnunarinnar.
Loftslag Guðmundur Sigbergsson ásamt Eng. Malik Alharbi, aðstoðarframkvæmdastjóra stefnumótunar og samstarfs Landgræðslustofnunarinnar.

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Íslenska fyrirtækið International Carbon Registry (ICR), sem rekur alþjóðlegt vottunarkerfi og kolefnisskrá, skrifaði á dögunum undir samkomulag við Landgræðslustofnun Sádi-Arabíu um þróun og innleiðingu vottunarkerfis fyrir náttúrutengd verkefni. Skrifað var undir samkomulagið á COP16, ráðstefnu aðildarríkja rammasamnings um varnir gegn eyðimerkurmyndun, í Ríad í Sádi-Arabíu. Meðal helstu verkefna stofnunarinnar eru skógrækt, endurheimt og verndun fenjaskóga, landbætur, lífkolagerð og endurheimt vistkerfa eins og votlendis. Vottunarkerfið mun aðstoða landgræðslustofnunina við að halda utan um slík verkefni sem og gera betur grein fyrir þeim ávinningi sem af þeim verður, ýmist í formi bindingar kolefnis í lífmassa eða samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið.

Sjálfbært konungsríki

...