Óskar Árni Hilmarsson fæddist 17. ágúst 1960. Hann lést 6. desember 2024.
Útför Óskars fór fram 17. desember 2024.
Við kvöddum þig elsku pabbi á fallegasta, snjóhvíta og heiðskíra vetrardegi.
Þú skalt vita að það ert þú sem hefur kennt mér hvað mest í lífinu.
Þú elskaðir okkur svo mikið að því er ekki hægt að lýsa með orðum. Þú hefur alltaf séð til þess að við systur séum í öruggum höndum og fáum allt það besta.
Þú varst alltaf sá sem sagði já! Hvort sem það var að við mættum leika bara örlítið lengur á kvöldin eða sofa í þínu rúmi. Og þegar við systur vorum orðnar fullorðnar þá sagðir þú ennþá alltaf já við okkur. Ég ætla að hugsa um þig þegar ég lendi í því sama með mín börn og segja oftar bara já, það er oft bara
...