Jónína Axelsdóttir fæddist 13. ágúst 1930. Hún lést 13. desember 2024.

Útför hennar fór fram í kyrrþey.

Það er margt sem hægt væri að segja um ömmu Jonnu heitna. Jónína eða amma Jonna eins og hún var ætíð kölluð var einstaklega hlý, fyndin og góð kona. Dyrnar hjá ömmu Jonnu voru ávallt opnar, hún sá alltaf til þess að allir fengju nóg að borða og liði vel hjá henni. Hún var einnig afar gjafmild og vildi alltaf gera allt fyrir mann.

Amma Jonna var virkilega jákvæð og hafði ávallt óbilandi trú á okkur barnabörnunum, að við gætum allt sem við vildum. Maður fór út frá ömmu með tvöfalt meira sjálfstraust en maður kom með til hennar. Hjá ömmu Jonnu mátti allt, eða að minnsta kosti flest. Hvort sem það var að rífa alla pottana úr pottaskápnum og fylla þá af moldugum kartöflum eða nota fínu

...